Ég er bara svona að láta vita af mér, láta vita að ég sé á lífi, sem vottast hér með. Mússa kom heim í nótt eftir rúmlega máðar útlandalegu. Úff, það er gott að fá hana heim. Ég vaknaði við að hún kom í nótt, þá gat maður náttúrulega ekki sofnað strax aftur. Svo loksins þegar ég sofnaði, þá var ég alltaf að vakna. Svo kom ég í skólann, mygluð as hell, og þá kemur í ljós að Leiklistarkennarinn mætir ekki! Og hún hafði beðið okkur sérstaklega að koma í dag því við höfum svo lítinn tíma fram að frumsýningu. Já, þannig að ég er í gati núna og hefði getað sofið út í tvo tíma!!!! Sussubía. Þá er bara að koma sér til að lesa ógeðsbókina... fara svo í leikfimi í worldclass. Úff, ég gerði hvað sem er til að geta bara farið heim að sofa!!!
skrifað af Runa Vala
kl: 10:02
|